Stjórn félagsins

Stjórn félagsins er kjörin á aðalfundi, ár hvert.
Nú er stjórn félagsins skipuð eftirtöldum einstaklingum:

(í netföngum stjórnarmeðlima skal setja merkið “@” inn fyrir “at”)

Valgerður Bjarnadóttir, formaður
Geir Guðmundsson, gjaldkeri
Kirstín Flygenring, ritari
Edda Kristjánsdóttir [edda “at” gagnsaei.is]
Guðrún Johnsen [gudrun “at” gagnsaei.is]
Halldór Auðar Svansson

Fyrir almennar fyrirspurnir: fyrirspurnir@gagnsaei.is

 

Nánari upplýsingar um stjórnarmeðlimi

 

Valgerður Bjarnadóttir

Frv. alþingismaður. Cand. oecon. frá Háskóla Íslands og MS í heilsuhagfræði frá sama skóla.

Hefur stundað ólík störf bæði í einkageiranum og opinbera geiranum. 

Réðst til Flugleiða eftir háskólapróf 1975. Starfaði þar síðast 1986, hafði m.a. verið forstöðumaður hagdeildar fyrirtækisins og unnið að ýmsum sérverkefnum t.d. við endurskoðun á hótelrekstri og að innleiðingu tekjustýringar.

Starfaði í 15 ár í Brussel, fyrst hjá Evrópusamtökum flugfélaga (AEA), en síðan á Aðalskrifstofu EFTA, síðast sem forstöðumaður þeirrar deildar sem annaðist málefni sem snúa að samgöngum, fjarskiptum og málefnum fjármálafyrirtækja.

Réðst til Landspítala háskólasjúkrahúss 2001 og stjórnaði apóteki spítalans og síðar innkaupasviði.

Kosin á þing fyrir Samfylkinguna 2009 til 2016, var fyrsti formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Er á eftirlaunum.

Kirstín Flygenring

Cand. oecon. frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í hagfræði frá Northwestern University í Bandaríkjunum.

Lærði hagnýta fjölmiðlun og verkefnastjórnun í H.Í. Einnig lokið diplómaprófi í evrópskum samkeppnisrétti frá London University.

Hefur unnið ýmis störf sem viðskiptafræðingur og hagfræðingur. Allt frá því að vera ritstjóri hagfræðiorðasafns til að vinnna á Þjóðhagsstofnun og í Seðlabanka Íslands.

Formaður Samkeppnisráðs 2002-2005.

Sat í rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð 2011-2013.

Í varastjórn og stjórn Arion banka frá 2012-2018.

Kenndi um fimm ára skeið hagfræði í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu við H.í. Upp á síðkastið starfað sem kennari og leiðbeinandi hjá UNU-GEST, Jafnréttis- og þróunarskóla SÞ á Íslandi.

Edda Kristjánsdóttir

EddaJ.D., lögfræði, New York University School of Law, 1998.

Doktorsnám í þjóðarétti, Amsterdam háskóla síðan 2010.

Edda er Hafnfirðingur að uppruna en hefur búið og starfað erlendis síðan 1992, aðallega í New York og Hollandi.

Hún hóf lögfræðiferil sinn á lögmannsstofu í New York en fékk áhuga á þjóðarétti og fluttist til Hollands, þar sem hún var aðstoðarmaður dómara hjá Alþjóðadómstólnum í Haag og fulltrúi hjá Alþjóðagerðardómnum.

Edda hefur einkum sérhæft sig í regluverki fyrir fjöldakröfur fórnarlamba mannréttindabrota.

Síðustu ár hefur hún starfað við kennslu og rannsóknir hjá þjóðaréttardeild Amsterdam háskóla, þar sem hún hafði umsjón með gerð gagnagrunns fyrir Oxford University Press, um beitingu þjóðaréttar í landsrétti í yfir 70 löndum.

Í gegnum árin hefur Edda lært að spilling er oftast ekki bara undirrót mannréttindabrota heldur stendur hún einnig víða í vegi fyrir réttlæti og umbótum og grefur jafnvel um sig innan alþjóðlegra hjálpar- og þróunarstofnana.

Guðrún Johnsen

GuðrúnBA-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands 1999.

MA-próf í hagnýtri hagfræði frá University of Michigan, Ann Arbor í Bandaríkjunum,

MA-próf í tölfræði frá University of Michigan, Ann Arbor

Guðrún er lektor í fjármálum við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Frá 2009 til 2010 starfaði Guðrún sem rannsakandi hjá rannsóknarnefnd Alþingis þar sem hún leitaði orsaka og atburða sem leiddu til falls íslenska bankakerfisins árið 2008. Hún var lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík frá 2006 til 2013. Á árunum 2004 til 2006 starfaði Guðrún sem sérfræðingur í fjármálakerfisdeild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún var aðstoðarkennari og aðstoðarmaður í rannsóknum hjá University of Michigan, Ann Arbor frá 2002 til 2003. Guðrún starfaði sem verðbréfamiðlari hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. (FBA) á árunum 1999 til 2001 og hjá Norræna fjárfestingarbankanum á árunum 1998-1999.

Hún hefur setið í stjórn Arion banka frá árinu 2010, sem varaformaður.  Áður sat hún í stjórn Rekstrarfélags MP Fjárfestingarbanka hf.Guðrún er meðeigandi og stjórnarformaður ÞOR – Þróunar og rannsókna ehf.

Um langt skeið hefur Guðrún hefur haft áhuga á áhrifum heilbrigðra viðskiptahátta, skilvirkni fjármálamarkaða og tengsl þeirra við hagsæld.  Hún hefur m.a. stundað rannsakir á tengsl á viðhorfum til spillingar og viðskiptakostnaðar, hvatakerfum og bankakerfum.

Nýlega kom út bók eftir hana um íslenska bankahrunið, Bringing Down the Banking System, sem gefin var út af Palgrave-Macmillan í Bandaríkjunum. www.bringingdownthebankingsystem.com.

Þá má finna greinar eftir Guðrúnu og meðhöfunda hennar á þessari síðu: http://papers.ssrn.com/sol3/cf_dev/AbsByAuth.cfm?per_id=374383

Halldór Auðar Svansson

B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og MPM í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

Frv. borgarfulltrúi og formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar.

Starfar nú sem notendafulltrúi geðheilsuteyma Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Hefur áður starfað við hugbúnaðargerð m.a. hjá Kaupþingi (síðar Arion banka) og Hagstofu Íslands.

Halldór situr jafnframt í stjórn Geðhjálpar og Snarrótarinnar.