Stjórn félagsins

Stjórn félagsins er kjörin á aðalfundi, ár hvert.
Nú er stjórn félagsins skipuð eftirtöldum einstaklingum:

(í netföngum stjórnarmeðlima skal setja merkið “@” inn fyrir “at”)

Jón Ólafsson, formaður  [jonolafs “at” gagnsaei.is]
Edda Kristjánsdóttir, ritari  [edda “at” gagnsaei.is]
Ásgeir Brynjar Torfason, meðstjórnandi  [asgeir “at” gagnsaei.is]
Guðrún Johnsen, meðstjórnandi  [gudrun “at” gagnsaei.is]
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, meðstjórnandi  [sigurbjorg “at” gagnsaei.is]
Valgerður Bjarnadóttir, meðstjórnandi
Halldór Auðar Svansson, meðstjórnandi
Björg Kjartansdóttir, meðstjórnandi

 

Fyrir almennar fyrirspurnir: fyrirspurnir@gagnsaei.is

 

Nánari upplýsingar um stjórnarmeðlimi

 

 

Ásgeir Brynjar Torfason

ÁsgeirBA í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands
MBA frá Norwegian Business School BI í Ósló. PhD frá University of Gothenburg – School of Business, Economics and Law. 

Ásgeir er lektor við Háskóla Íslands og kennir fjármál, bókhald og greiningu ársreikninga auk þess að stunda rannsóknir á seðlabönkum og bankarekstri við Gothenburg Research Institute.

Hann lauk doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla árið 2014 og fjallaði ritgerðin um flæði fjármagns í bankakerfinu en rannsóknin byggði á mismunandi aðferðum og samspili fjármála, peningahagfræði og reikningsskilareglna.

Áður stundaði hann bæði rannsóknir á og starfaði við langtíma fjárfestingar í fasteignum. Var svæðistjóri Norðurlanda fyrir alþjóðlega fasteignasjóðinn Prologis sem skráður er á hlutabréfamarkað í New York. Þar á undan var hann skrifstofustjóri rekstrar- og framkvæmdasviðs Háskóla Íslands og fyrsti framkvæmdastjóri Vísindagarða HÍ en á síðustu öld vann hann að álvers- og virkjanaframkvæmdum eftir að hafa verið vinnumaður á sauðfjárbýli í Borgarfirði tíu sumur.

Edda Kristjánsdóttir

EddaJ.D., lögfræði, New York University School of Law, 1998
Doktorsnám í þjóðarétti, Amsterdam háskóla síðan 2010

Edda er Hafnfirðingur að uppruna en hefur búið og starfað erlendis síðan 1992, aðallega í New York og Hollandi. Hún hóf lögfræðiferil sinn á lögmannsstofu í New York en fékk áhuga á þjóðarétti og fluttist til Hollands, þar sem hún var aðstoðarmaður dómara hjá Alþjóðadómstólnum í Haag og fulltrúi hjá Alþjóðagerðardómnum. Edda hefur einkum sérhæft sig í regluverki fyrir fjöldakröfur fórnarlamba mannréttindabrota.

Síðustu ár hefur hún starfað við kennslu og rannsóknir hjá þjóðaréttardeild Amsterdam háskóla, þar sem hún hafði umsjón með gerð gagnagrunns fyrir Oxford University Press, um beitingu þjóðaréttar í landsrétti í yfir 70 löndum.

Í gegnum árin hefur Edda lært að spilling er oftast ekki bara undirrót mannréttindabrota heldur stendur hún einnig víða í vegi fyrir réttlæti og umbótum og grefur jafnvel um sig innan alþjóðlegra hjálpar- og þróunarstofnana.

Guðrún Johnsen

GuðrúnBA-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands 1999.
MA-próf í hagnýtri hagfræði frá University of Michigan, Ann Arbor í Bandaríkjunum,
MA-próf í tölfræði frá University of Michigan, Ann Arbor
Guðrún er lektor í fjármálum við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Frá 2009 til 2010 starfaði Guðrún sem rannsakandi hjá rannsóknarnefnd Alþingis þar sem hún leitaði orsaka og atburða sem leiddu til falls íslenska bankakerfisins árið 2008. Hún var lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík frá 2006 til 2013. Á árunum 2004 til 2006 starfaði Guðrún sem sérfræðingur í fjármálakerfisdeild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún var aðstoðarkennari og aðstoðarmaður í rannsóknum hjá University of Michigan, Ann Arbor frá 2002 til 2003. Guðrún starfaði sem verðbréfamiðlari hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. (FBA) á árunum 1999 til 2001 og hjá Norræna fjárfestingarbankanum á árunum 1998-1999. Hún hefur setið í stjórn Arion banka frá árinu 2010, sem varaformaður.  Áður sat hún í stjórn Rekstrarfélags MP Fjárfestingarbanka hf.  Guðrún er meðeigandi og stjórnarformaður ÞOR – Þróunar og rannsókna ehf.

Um langt skeið hefur Guðrún hefur haft áhuga á áhrifum heilbrigðra viðskiptahátta, skilvirkni fjármálamarkaða og tengsl þeirra við hagsæld.  Hún hefur m.a. stundað rannsakir á tengsl á viðhorfum til spillingar og viðskiptakostnaðar, hvatakerfum og bankakerfum.  Nýlega kom út bók eftir hana um íslenska bankahrunið, Bringing Down the Banking System, sem gefin var út af Palgrave-Macmillan í Bandaríkjunum. www.bringingdownthebankingsystem.com.

Þá má finna greinar eftir Guðrúnu og meðhöfunda hennar á þessari síðu: http://papers.ssrn.com/sol3/cf_dev/AbsByAuth.cfm?per_id=374383

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir

SigurbjorgBA, Félagsráðgjöf; Diakonhjemmets Socialhögskole, Osló
MSc, Stjórnsýslufræði; The London School of Economics and Political Science.
PhD, Stjórnsýslufræði; The London School of Economics and Political Science.

Sigurbjörg er lektor í opinberri stjórnsýslu við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún lauk námi í félagsráðgjöf í Osló árið 1979 og starfaði í um 10 ár sem almennur félagsráðgjafi m.a. á Ríkisspítölum, í barnaverndarmálum hjá Reykjavíkurborg og í öldrunarmálum hjá Kópavogsbæ. Hún var yfirmaður öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg frá 1989 til 1999. Sigurbjörg lauk námi í heilsuhagfræði við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1997. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í stjórnsýslufræðum frá London School of Economics and Political Science 1999 og doktorsgráðu í stjórnsýslufræðum frá saman skóla 2005. Doktorsrannsókn Sigurbjargar fjallaði um ákvarðanir stjórnvalda í Bretlandi og á Íslandi um sameiningar háskóla- og kennslusjúkrahúsa í London og í Reykjavík.

Sigurbjörg hefur unnið viðamikil verkefni fyrir Alþjóðabankann, Evrópusambandið og European Observatory of Health Systems and Policies og tekið þátt í verkefnum fyrir breska menntamálaráðuneytið og OECD. Þá hefur hún tekið þátt í verkefnum, m.a. undirbúning að setningu laga fyrir utanríkisráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, forsætisráðuneytið og fjármálaráðuneytið.

Sigurbjörg stundar kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands og hefur skrifað greinar og bókakafla, einkum á erlendum vettvangi, um stjórnmál og stjórnsýslu á Íslandi í tengslum við fjármálahrunið 2008.

Valgerður Bjarnadóttir

Frv. alþingismaður. Cand. oecon. frá Háskóla Íslands og MS í heilsuhagfræði frá sama skóla. Hefur stundað ólík störf bæði í einkageiranum og opinbera geiranum. Réðst til Flugleiða eftir háskólapróf 1975. Starfaði þar síðast 1986, hafði m.a. verið forstöðumaður hagdeildar fyrirtækisins og unnið að ýmsum sérverkefnum t.d. við endurskoðun á hótelrekstri og að innleiðingu tekjustýringar. Starfaði í 15 ár í Brussel, fyrst hjá Evrópusamtökum flugfélaga (AEA), en síðan á Aðalskrifstofu EFTA, síðast sem forstöðumaður þeirrar deildar sem annaðist málefni sem snúa að samgöngum, fjarskiptum og málefnum fjármálafyrirtækja. Réðst til Landspítala háskólasjúkrahúss 2001 og stjórnaði apóteki spítalans og síðar innkaupasviði. Kosin á þing fyrir Samfylkinguna 2009 til 2016, var fyrsti formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Er á eftirlaunum.

Halldór Auðar Svansson

Frv. borgarfulltrúi og formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar.

B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og MPM í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

Hefur starfað við hugbúnaðargerð m.a. hjá Kaupþingi (síðar Arion banka) og Hagstofu Íslands.

Halldór situr jafnframt í stjórn Geðhjálpar og Snarrótarinnar.

Björg Kjartansdóttir

Björg lauk MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, M.A. gráðu í Comparative European Social Studies frá Maastricht University í Hollandi og B.A. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Þá hlaut hún diploma í franskri tungu (Certificat Pratique de Langue Francaise) frá Universite Marc Bloch í Strassbourg, Frakklandi. Hún stundar nú nám í verðbréfaviðskiptum.

Björg hefur víðtæka reynslu úr starfi hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Að loknu námi erlendis réðst hún til starfa við félagsmálaráðuneytið og hafði þar umsjón með mörgum nefndum ráðuneytisins, eftirfylgni með verk- og tímaáætlunum undirstofnana og skýrslugerð fyrir ráðherra. Auk þess var hún fulltrúi Íslands í nefndum hjá Norðurlandaráði, Evrópuráðinu og Evrópusambandinu. Björg starfaði að því loknu hjá stjórnsýslusviði Ríkisendurskoðunar, við eftirlit með kostnaði opinberra aðila og framkvæmd samninga við stofnanir og einkaaðila.

Björg var einnig framkvæmdastjóri skurð- og læknastofunnar DeaMedica, lánastjóri við MP banka og fjárfestingarágjafi hjá KPMG. Hún gengdi jafnframt starfi fjárfestingastjóra fagfjárfestasjóðs hjá Arev verðbréfafyrirtæki, bar ábyrgð á stofnun sjóðsins, leiddi viðræður og söfnun fjármagns.

Í dag starfar Björg hjá Rauða krossinum á Íslandi, þar sem hún stýrir fjáröflunar- og kynningarmálum samtakanna.